• 300g Hälsans Kök hamborgarar
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 1 stk hvítlauksgeiri
  • 1 stk eggaldin
  • Olía
  • 8 stk dökkt brauð (heilhveiti eða rúgbrauð)
  • 4 msk BBQ sósa
  • Stykki gráðostur ef vill

Aðferð

Hrærið saman sýrðum rjóma salt og pipar og fín söxuðum hvítlauk. Skerið eggaldin langsum í sneiðar, hitið grillpönnu og smyrjið með olíu eða smjöri og steikið eggaldinið í 2-3 mín á hverri hlið. Takið annað brauðið og grillið í smá stund, grillið síðan hamborgara í 2-3 mín á hvorri hlið. Leggið grillað eggaldin á brauðið, síðan hamborgara ,sýrðan rjóma og BBq-sósu lokið síðan með brauði.

 

Einnig má setja gráðost í dressinguna.

 

Heimalagað salat með garðablóðberg og radísum

1 stk hvítlauksrif

3-4 msk majónes

1 msk sýrður rjómi 10%

½ tsk fínhakkað garðablóðberg

10-15 stk radísur

 

Aðferð

Skerið radísur í fínar sneiðar. Blandið fínt söxuðum hvítlauknum saman við majónes og sýrðan rjóman. Blandið síðan garðablóbergi og radísum saman við og kryddið með salti og pipar.